Umsagnir

Ylfa Edith Jakobsdóttir
Fyrrum Starfsþróunarstjóri Marel
Ég lærði markþjálfun með Arnóri haustið 2008, það kom fljótt í ljós að þarna var á ferð strákur sem vert var að fylgjast með, bæði fagmaðurinn og persónan. Arnór var fyrstur í okkar hópi að ná markmiði sínu í að klára grunntíma sem þarf til að fá ACC vottun í markþjálfun. Arnór hefur nú náð enn lengra með sjálfan sig, hann hefur svo sannarlega breytt mörgu í lífi sínu, jafnvel á óvissu tímum í þjóðfélaginu svo hann veit hvað persónulegar breytingar ganga út á.
Sem markþjálfi er Arnór mjög næmur á viðmælanda sinn, hann er áræðanlegur, stuðningsríkur og hvetjandi. Hann býr yfir einlægum vilja um velgengni viðmælenda sinna hvort heldur er í einkalífinu eða á vinnuvettvangi. Þegar kemur að stjórnendatengdum þáttum þá skiptir persónuleiki og persónulegir þættir ekki síður máli. Það er þannig séð auðvelt að skerpa á praktískum málum stjórnunar en flóknara að þróa leiðtogahlutann í einstaklingnum.
Oftar en ekki hefja stjórnendur markþjálfun með praktíska hluti í huga sem þróast svo í persónulega hluti s.s. persónulega færni sína, sýn um hvert stefnir og eldmóð. Þegar einstaklingurinn er viss á hver hann er og hvert stefnir þá er fátt sem getur stoppað hann og þarna kemur Arnór inn, að virkja kjarnann í fólkinu sínu svo það nái enn lengra á sínu sviði.