Alla leið í vottun (ACC)
Alla leið í vottun (ACC) er undirbúningur fyrir ACC vottun og sjálfstyrking fyrir markþjálfa til að ná árangri í markþjálfun.
Í gegnum árin hef ég haft nóg að gera í einstaklingsmarkþjálfun og hef einnig notið þeirra gæða að fá að leiðbeina í viðurkenndu námi í markþjálfun.
Það er fátt sem gefur mér meira en að sjá kollega mína vaxa og dafna. Þess vegna er mentormarkþjálfun eitt það skemmtilegasta sem ég geri.

Hvernig getur mentormarkþjálfun í hópi gagnast sem flestum markþjálfum?
Þessi spurning hefur blundað í mér lengi en síðastliðna mánuði hef ég lagt mig fram um að finna svarið.
Það eru fjórir lyklar sem er mikilvægt fyrir þig að öðlast skilning á og virkja:
-
Hafa einlæga trú á þér í markþjálfun
-
Þekkja kjarnann þinn og virkja hann í markþjálfun
-
Læra að tengja og beita hæfnisþáttum markþjálfunar út frá kjarnanum þínum samhliða einlægri trú á þig
-
Koma þér á framfæri og ná árangri sem markþjálfi
Mentormarkþjálfun í hópi gagnast fyrir markþjálfa sem:
-
Eru byrjendur eða lengra komnir
-
Eru að safna mentortímum upp í vottun hjá ICF
-
Vilja öðlast einlæga trú á sér í markþjálfun
-
Vilja læra að þekkja og komast í kjarnann sinn í markþjálfun
-
Vilja skerpa færni sína í markþjálfun
-
Vilja efla tengslanetið sitt við markþjálfa
-
Vilja ná árangri í að koma sér á framfæri sem markþjálfar
Fyrirkomulag:
-
Hámark 8 í hóp
-
Tímabil: 1..mars til 7. júní 2023
-
Fjöldi tíma: 10 tímar, fimm skipti einu sinni í mánuði í tvo tíma í senn
-
Hvenær:
Miðvikudögum frá kl.17.00-19.00
-
Staðsetning:
Í raunheimum - Hlíðasmári 19, 2. hæð
-
Verð: kr 89.000 staðgreitt eða
mánaðargreiðslur (5 mánuðir) kr 21.000
Dagsetningar:
1. mars
29. mars
26. apríl
17. maí
7. júní
Ef það er eitthvað sem þig vantar að vita meira um markþjálfun hjá Arnóri
þá ekki hika við að hafa samband