612b49c Mentormarkþjálfun | Markþjálfun Arnór Már Másson
top of page
Mentormarkþjálfun
Mentorblondud.jpeg

Reynsla mín og styrkleikar hámarkast í mentormarkþjálfun. Þar finn ég mig á heimavelli. Það er ekki af ástæðulausu.

 

  • Í fyrsta lagi hef ég sleitulaust í 16 ár notið þeirrar gæfu að hafa nóg að gera í einstaklingsmarkþjálfun.
     

  • Í öðru lagi hefur reynslan sem ég hef öðlast í gegnum kennslu í viðurkenndu námi í markþjálfun veitt mér djúpa innsýn í sjálfið hjá verðandi markþjálfum. Námið er krefjandi. Nemendur fara í gegnum mikla sjálfsskoðun og þurfa á öllum sínum styrk að halda til að fá fram þá hæfni og þann drifkraft sem þarf til þess að verða hæfur og framtakssamur markþjálfi.
     

  • Í þriðja lagi hef ég í gegnum mentormarkþjálfun fengið að fylgja fjölmörgum markþjálfum, bæði byrjendum og reynsluboltum áfram veginn í gegnum súrt og sætt. 

 

Þessi þrjú mismunandi sjónarhorn á vöxt og vegferð markþjálfa og hæfnisþætti markþjálfunar hafa vakið upp í mér alúðarfestu og innsæi sem ég hef nýtt í auðmýkt og þakklæti til þess að fá það allra besta fram í öðrum markþjálfum. 

 

Í janúar 2022 náði ég svo einum stærsta áfanga á mínum ferli í markþjálfun. Eftir þrotlausa þjálfun, djúpa sjálfsskoðun og mótbárur stóðst ég strangar kröfur ICF (International Coaching Federation) um MCC vottun (Master Certified Coach). En MCC er hæsta vottunarstig sem hægt er að sækja hjá ICF*. 

 

Í kjölfarið vaknaði ennþá sterkari löngun hjá mér til þess að deila reynslu minni áfram til markþjálfa. Með vitundasköpun að leiðarljósi fór ég að kafa í reynslubankann til þess að átta mig á betur á því hvernig ég gæti boðið sem flestum aðgang að reynslu minni í gegnum mentormarkþjálfun. 

 

AHA augnablikið kom svo í markþjálfasamtali sem ég átti við sjálfan mig. Mentormarkþjálfun í hópi! Það kviknaði á perunni og það lýsir enn. Hugmyndirnar komu í bunum svo ég þurfti að hafa mig allan við. Það var léttir þegar ég náði að fanga hugmyndirnar og setja þær í farveg. Framtíðarsýnin er skýr og markmiðin njörvuð niður. Það eru bjartir tímar framundan! Þú ert velkomin/n í hópinn!

Mentormarkþjálfun og námskeið 2024

Alla leið í vottun (ACC)

Alla leið í vottun - Framhald (ACC og PCC)

Meistaradeildin  (MCC) Nánar auglýst síðar. 
Nánari lýsing og umsókn er að finna hér

Mentormarkþjálfun - Opinn tími 

Opnir tímar í mentormarkþjálfun verða mánaðarlega 2024

*Samkvæmt ICF (Global Coaching Study, 2020) eru um 71.000 starfandi markþjálfar í heiminum. Til viðbótar við þá voru 15.900 leiðtogar og stjórnendur sem beittu hæfnisþáttum markþjálfunar markvisst í daglegum störfum sínum. Samkvæmt heimasíðu ICF frá september 2021 voru samtals 40.804 markþjálfar með gæðavottanir. Þegar litið er á hlutfallslega skiptingu á milli þriggja vottunarstiga ICF þá eru 22.617 markþjálfar með ACC vottun (Associated Certified Coach), 16.618 með PCC vottun (Professional Certified Coach) og aðeins 1.569 með MCC vottun (Master Certified Coach). Til að geta sótt um gæðavottun hjá ICF þarf að standast strangar kröfur sem snúa að menntun, reynslu, hæfni, þekkingu og mentormarkþjálfun. Ef þú vilt fræðast nánar um skilyrði ICF fyrir vottunum og muninn á kröfum milli vottunarstiga þá er hægt að fræðast nánar um það hér

Ef það er eitthvað sem þig vantar að vita meira um markþjálfun hjá Arnóri

þá ekki hika við að hafa samband

bottom of page