612b49c
top of page
Atvinnumarkþjálfar (PCC)

Hefst 15. mars 2023 

Atvinnumarkþjálfar er mentormarkþjálfun fyrir starfandi markþjálfa. Hún er fyrir þá sem hafa hugrekki til þess að hefja undirbúning fyrir PCC vottun! 
 

Þátttakendum gefst einstakt tækifæri til þess að hlusta á og rýna í handrit af PCC upptöku. 
Farið verður ítarlega í PCC hæfnisviðmiðin (markerana).

Fyrirkomulag

  • Mentormarkþjálfun í hópi - Fjögur skipti, samtals 10 klst. 

  • Einstaklingstímar - Þrjú samtöl (3 klst).

  • Upptaka markþjálfasamtals, 45 mín. - Skrifleg og munnleg endurgjöf frá Arnóri (MCC) út frá viðmiðum ICF á hæfnisþættina.

  • Lokaður Facebookhópur - Arnór deilir reynslu sinni með myndböndum, að lágmarki vikulega.

Hámark átta meistarar í hópi.

Tímabil: 15. mars - 31. maí 2023.
Staðsetning: Í raunheimum - Hlíðasmári 19, 2. hæð.

Verð: kr. 128.000 staðgreitt eða mánaðargreiðslur kr. 36.000 (samtals kr. 144.000)

Dagsetningar:

 

Mentormarkþjálfun í hópi - Samtals 10 klst

Miðvikudagurinn 15. mars frá kl.17.00-20.00

Miðvikudagurinn 12. apríl frá kl.17.00-19.00

Miðvikudagurinn 3. maí frá kl.17.00-19.00

Miðvikudagurinn 31. maí frá kl.17.00-20.00

Einstaklingstímar - Samtals þrjár klst

Mánudagurinn 20. mars

  • (lausir tímar frá kl.10.00-16.00)

Mánudgurinn 17. apríl

  • (lausir tímar frá kl.10.00-16.00)

Mánudagurinn 22. maí

  • (lausir tímar frá kl.10.00-16.00)

Mentormarkþjálfun í hópi 

  1. PCC upptaka: Hópurinn fær einstakt tækifæri til þess að hlusta á og rýna í handrit af PCC upptöku.

  2. PCC í hæfnisþáttunum: Viðmið ICF á hæfniþáttum fyrir PCC eru mjög skýr og tæknileg. Við munum grandskoða hvern lið fyrir sig og máta okkar styrkleika og veikleika við hvert atriði.

  3. Markvissar og stuttar æfingar: Tilgangurinn er að laða fram sem mest hjá þátttakendum á stuttum tíma. Við eyðum engum tíma í óþarfa. Hver hæfniþáttur verður æfður út frá skýrum og tæknilegum viðmiðum ICF á PCC hæfnisþættina.

  4. Hið óvænta: Þetta er fyrsti hópurinn sem Arnór fer af stað með og auðvitað er galopið fyrir óvænt tækifæri og hugmyndir þátttakenda.

Einstaklingstímar 

Arnór er með tillögu að uppleggi fyrir þessa þrjá samtalstíma. Uppleggið er valkvætt.

Tímana má nýta á þann hátt sem hver og einn þátttakandi óskar. Tímarnir fara fram í vikunni eftir hvert skipti sem hópurinn kemur saman (eða eftir samkomulagi). 

  1. Fyrsti tíminn (20/03/23). Staðan metin og fundið út úr styrkleikum og veikleikum þátttakandans í markþjálfun. Hann markþjálfar Arnór í 20 mínútur og Arnór veitir endurgjöf á samtalið. Út frá því er gerð skotheld áætlun sem inniheldur skýrar aðgerðir.

  2. Annar tíminn (17/04/23). Lærdómur og vöxtur á milli tíma tekinn saman. Þátttakandinn markþjálfar Arnór í 20 mínútur sem að þeim loknum veitir endurgjöf á framfarir og tækifæri til vaxtar. Út frá henni eru sett markmið varðandi áherslur og færni sem eiga að koma fram í upptöku. Skil á upptöku fara fram viku fyrir þriðja tímann.

  3. Þriðji tíminn (22/05/23). Munnleg endurgjöf á upptöku og tækifæri til vaxtar rædd. Markmið sett áfram veginn til að tryggja vöxt og hæfni á PCC stigi.

Upptaka - Skrifleg og munnleg endurgjöf 

  1. Upptaka markþjálfasamtals er eina heimaverkefnið í meistaradeildinni en þess mun mikilvægara. Þegar rýnt er í upptöku fást tvö öflug sjónarhorn á samtalið, bæði þátttakandans og mentorsins. Með því móti má læra meira og fá fram meiri hæfni á stuttum tíma. 

  2. Skil á upptöku eru í síðasta lagi 9. apríl 2023.

  3. Skrifleg endurgjöf verður send til þátttakanda fyrir þriðja tímann hjá Arnóri.

  4. Munnleg endurgjöf frá Arnóri fer fram í þriðja tímanum.

Lokaður hópur á Facebook 

  1. Arnór deilir reynslu sinni með myndböndum að lágmarki vikulega. 

  2. Vettvangur fyrir þátttakendur til þess að deila eigin reynslu og áskorunum.

  3. Vettvangur fyrir spurningar, vangaveltur og kannanir.

Ef það er eitthvað sem þig vantar að vita meira um markþjálfun hjá Arnóri

þá ekki hika við að hafa samband

bottom of page