MARKÞJÁLFUN FYRIR FYRIRTÆKI OG LEIÐTOGA
1. Markþjálfun á vettvangi - Markþjálfi notar aðferðina til að styðja undir árangur í daglegum verkum marksækjandans. Markþjálfi fylgist með og tekur eftir styrkleikum og veikleikum. Markþjálfi spyr og veitir endurgjöf til að auka vitund, móta hegðun og örva áhuga marksækjanda.
2. Sérsniðin þjálfun - Markþjálfun sniðin eftir áherslum stjórnenda.
3. Einkamarkþjálfun á vinnustað eða á skrifstofu markþjálfa.
4. Teymisþjálfun á vinnustað eða á skrifstofu markþjálfa.
Leiðtogar
Markþjálfi er sérfræðingur í að leiða markþjálfunarferlið en stjórnandinn er sérfræðingur í sjálfum sér og þeim viðfangsefnum sem hann er að fást við. Aðferð markþjáfunar er krafmikil og skilvirk leið til að kalla fram það besta í stjórnendum, án þess að gefa ráð. Markþjálfi er hlutlaus aðili og hefur engra hagsmuna að gæta innan fyrirtækisins. Hann er jafningi viðskiptavinar síns og vinnur með honum af fagmennsku og í fullum trúnaði, eftir siðareglum International Coach Federation.
Notagildi
- Rými til að sjá og greina verðmæti.
- Færni í að ná fram því besta í mannauðinum.
- Bætir frammistöðu og afköst.
- Opnar fyrir skapandi hugsun.
- Þróun á styrkleikum einstaklinga sem nýtast í starfi.
- Losar um drifkraft, áhuga og ábyrgðarkennd.
- Umhverfi sem hýsir skilvirkari leiðir að lærdómi.
- Leiðir til framþróunar í samskiptum og samböndum.
- Næmni og gæði gagnvart breytingum í stjórnun og viðbrögðum við þeim.