MARKÞJÁLFUN FYRIR FYRIRTÆKI OG FRAMLÍNUNA
Framlínan er andlit fyrirtækisins. Framlínan getur verið úfin (bad hairday) eða skínandi (happy and attractive). Sölufólkið okkar er tekjulind. Ef sölufólkið okkar er fjarlægt, þá á það jafnvel erfitt með að selja þér snjallsíma. Ef sölufólkið okkar er nálægt, þá skilur það og finnur fyrir því sem er að gerast hjá þér. Þá þarf ekki að selja, bara að mæta þörf.
Og hvað þarf til þess?
Ýmis verkfæri og jafnvel stöðluð mælitæki hjálpa okkur að komast nær því. Tæki og tól eru mikilvæg. Sölufólk er allskonar. Hver og einn sölumaður/kona er sérfræðingur á sinn hátt. Það er mikilvægt að komast að því hvað það er sem En hvernig fáum við þessa einstaklinga til að virka í sundur og saman?
2. Sérsniðin þjálfun - Markþjálfun sniðin eftir áherslum stjórnenda.
3. Einkamarkþjálfun á vinnustað eða á skrifstofu markþjálfa.
4. Teymisþjálfun á vinnustað eða á skrifstofu markþjálfa.
Leiðtogar
Markþjálfi er sérfræðingur í að leiða markþjálfunarferlið en stjórnandinn er sérfræðingur í sjálfum sér og þeim viðfangsefnum sem hann er að fást við. Aðferð markþjáfunar er krafmikil og skilvirk leið til að kalla fram það besta í stjórnendum, án þess að gefa ráð. Markþjálfi er hlutlaus aðili og hefur engra hagsmuna að gæta innan fyrirtækisins. Hann er jafningi viðskiptavinar síns og vinnur með honum af fagmennsku og í fullum trúnaði, eftir siðareglum International Coach Federation.
Notagildi
- Rými til að sjá og greina verðmæti.
- Færni í að ná fram því besta í mannauðinum.
- Bætir frammistöðu og afköst.
- Opnar fyrir skapandi hugsun.
- Þróun á styrkleikum einstaklinga sem nýtast í starfi.
- Losar um drifkraft, áhuga og ábyrgðarkennd.
- Umhverfi sem hýsir skilvirkari leiðir að lærdómi.
- Leiðir til framþróunar í samskiptum og samböndum.
- Næmni og gæði gagnvart breytingum í stjórnun og viðbrögðum við þeim.